Hlaðvarpið 4 vaktin
Við heitum Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir og erum mæður á 4 vaktinni. Þegar við tölum um 4 vaktina þá erum við að vitna í þær vaktir sem við erum ósjálfrátt sett á í lífinu okkar. 1 vaktin er þá hefðbundinn vinnudagur, endurhæfing eða annað, 2 vaktin er það sem við þurfum að gera utan vinnutíma og 3 vaktin er huglæg og einsskonar verkstjórn yfir 2 vaktinni. Fyrir foreldra langveikra og eða fatlaðra barna þá er 2 og 3 vaktin umfangsmeiri og þess vegna ætlum við að tala um hana sem 4 vaktina. Við spjöllum um réttindi,þjónustu ofl og munum tala við aðra foreldra og fagfólk.
Hafðu samband ef þú vilt bóka Söru í viðtal eða umfjöllun
Sara Rós Kristinsdóttir, stofnandi fræðslufyrirtækisins Lífsstefnu, greindist bæði einhverf og með ADHD eftir þrítugt en hún segir, að það að fá greiningarnar hafi breytt lífi hennar og orðið til þess að hún sýndi sjálfri sér meira sjálfsmildi.