Hlaðvarpið 4 vaktin

Við heitum Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir og erum mæður á 4 vaktinni. Þegar við tölum um 4 vaktina þá erum við að vitna í þær vaktir sem við erum ósjálfrátt sett á í lífinu okkar. 1 vaktin er þá hefðbundinn vinnudagur, endurhæfing eða annað, 2 vaktin er það sem við þurfum að gera utan vinnutíma og 3 vaktin er huglæg og einsskonar verkstjórn yfir 2 vaktinni. Fyrir foreldra langveikra og eða fatlaðra barna þá er 2 og 3 vaktin umfangsmeiri og þess vegna ætlum við að tala um hana sem 4 vaktina. Við spjöllum um réttindi,þjónustu ofl og munum tala við aðra foreldra og fagfólk.

Hafðu samband ef þú vilt bóka Söru í viðtal eða umfjöllun

Sara Rós Krist­ins­dótt­ir, stofn­andi fræðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Lífs­stefnu, greind­ist bæði ein­hverf og með ADHD eft­ir þrítugt en hún seg­ir, að það að fá grein­ing­arn­ar hafi breytt lífi henn­ar og orðið til þess að hún sýndi sjálfri sér meira sjálfsmildi.