Um Lífsstefnu:
Lífsstefna er fyrirtæki sem var stofnað árið 2017. Í dag er helsta áhersla þess vöruhönnun og fræðsla.
Um Söru Rós:
Sara er í sambúð og á 2 stráka sem eru fæddir 2006 og 2013. Sara hefur brennandi áhuga á að læra nýja hluti, fræða aðra og að ýta undir vöxt annarra. Menntun Söru snýr að því að læra um hið mannlega, samskipti og samfélagið og hefur hún unnið með fjölbreyttum einstaklingum samfélagsins. Hún hefur unnið ýmis félagsþjónustu störf og einnig unnið við fræðslu á samfélagsmiðlum. Einnig hefur Sara verið virkur þátttakandi í mismunandi félagastörfum, þar sem markmiðið er að efla einstaklinginn og eða samfélagið á einn eða annan hátt. Sara er skapandi manneskja og það má helst sjá í skrifum hennar, samfélagsmiðlum og í vöruhönnun.
Menntun Söru:
● Félagsliði – Borgarholtsskóli
● NLP markþjálfun – Bruen
● Markþjálfun – Evolvia
● Grunn og framhaldsnám, Ráðgjafanám – Ráðgjafaskólinn
● Grunn og framhaldsnám, Krakka jóga kennaranám –
Little flower yoga school, New York
Sara hefur setið ýmis námskeið og ráðstefnur, sem dæmi:
● Vaxtarhugarfar í skólum
● Börn með fatlanir
● Áhrif áfalla og vanrækslu á tengslamyndun barna og unglinga
● Hugarfrelsi – námskeið fyrir fagfólk, til að kenna börnum og unglingum hugleiðslu og leiðir til að efla sjálfstyrkingu
● Áföll og ofbeldi – Orsakir og afleiðingar
● Sjálfsskaðandi hegðun
Sara Rós er Co- Creator hjá Þorpinu Tengslasetri.
Kjarni Þorpsins tengslasetur er Co-Creator samfélagið sem er fullt af skapandi og ástríðufullum einstaklingum sem trúa á heilbrigðara samfélag. Þeir vilja leggja sitt af mörkum með því að lifa í takt við sína ástríðu og deila einstakri sýn og hæfileikum með börnum og fjölskyldum þeirra.
Co Creators – Þorpið – Tengslasetur
Þú finnur Tengslasetur einnig á samfélagsmiðlum, en þar er fræðsla um virðingarríkt uppeldi.