Lífsstefna krakkar
Þessi grúbba er hugsuð sem vettvangur fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum eða foreldrum barna og unglinga.
Hún er hugsuð fyrir þá sem eru að vinna með börnum og unglingum á uppbyggjandi hátt.
Að hjálpa þeim að efla sjálfstraustið, að elska sjálfan sig og að þekkja styrkleika sína. Eða að efla þau á jákvæðan máta.
En hafa skal í huga að hér í þessari grúbbu er þá bæði fagfólk sem vinnur með börnum og unglingum og einnig foreldrar sem hafa ekki endilega menntun á þessu sviði heldur tala út frá persónulegri reynslu.
Hafðu samband ef þú vilt bóka Söru í viðtal eða umfjöllun
Sara Rós Kristinsdóttir, stofnandi fræðslufyrirtækisins Lífsstefnu, greindist bæði einhverf og með ADHD eftir þrítugt en hún segir, að það að fá greiningarnar hafi breytt lífi hennar og orðið til þess að hún sýndi sjálfri sér meira sjálfsmildi.