Sara Rós Krist­ins­dótt­ir, stofn­andi fræðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Lífs­stefnu, greind­ist bæði ein­hverf og með ADHD eft­ir þrítugt en hún seg­ir, í Dag­mál­um, frétta- og menn­ing­ar­lífsþætti Morg­un­blaðsins, að það að fá grein­ing­arn­ar hafi breytt lífi henn­ar og orðið til þess að hún sýndi sjálfri sér meira sjálfsmildi.Söru hafði lengi grunað að hún væri með at­hygl­is­brest en hún fór ekki að spá í ein­hverf­unni fyrr en síðar en hún fór í skimun fyr­ir ein­hverfu fyr­ir um ári.

Var sér­fræðing­ur í að „maska“

„Ég var ekk­ert að spá mikið með ein­hverf­una. Ég tengdi ekki við allt í henni fyrr en ég fór að fylgja öðru fólki á sam­fé­lags­miðlum. Þá allt í einu var ég bara: Vá! Þetta út­skýr­ir allt lífið mitt. Ég bjóst ekki við að ég myndi tengja svona mikið við það.Þetta út­skýrði æsk­una mína. Alls kon­ar fé­lags­leg sam­skipti sem ég átti í erfiðleik­um með sem ég var ekki búin að skilja hjá sjálfri mér,“ seg­ir Sara Rós sem út­skýr­ir að hún hafi verið orðinn sér­fræðing­ur í að „maska“ eða fela ein­kenni ein­hverf­unn­ar og at­hygl­is­brests­ins en það er ein­mitt mjög al­gengt hjá stúlk­um og kon­um sem grein­ast oft mun síðar á lífs­leiðinni en karl­menn og dreng­ir.

„Ég held að fólk trúi ekki endi­lega að ég sé ein­hverf“ 

„Ég held að fólk trúi ekki endi­lega að ég sé ein­hverf af því að það er með þessa ákveðnu týpu í huga – sem er svo fjarri sann­leik­an­um. En fjöl­skyld­an mín var ekki hissa,“ seg­ir Sara Rós sem hef­ur mikla ástríðu fyr­ir því að fræða fólk um geðheil­brigði, ein­hverfu, ADHD og fjöl­breytni mann­flór­unn­ar og ger­ir það meðal ann­ars í gegn­um sam­fé­lags­miðla eins og In­sta­gram og Face­book, sjálfs­efl­andi nám­skeið og sér­hannaðar vör­ur fyr­ir skynseg­in börn og full­orðna. Sjálf á hún tvo ein­hverfa drengi sem einnig eru með ADHD og von­ast til að geta komið þeim skila­boðum áfram að við erum öll mis­mun­andi og ekki steypt í sama mót.Heimild: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/06/21/thetta_utskyrir_allt_lifid_mitt